Tennismaður og tenniskona ársins 2023 hafa verið valin. Hamingjuóskir til Rafns Kumars og Garimu fyrir virkilega góðan árangur á árinu!
Rafn Kumar Bonifacius
Aldur: 29
Félag: Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur
Rafn Kumar er Tennismaður ársins í fjórða skiptið og nú annað árið í röð. Rafn Kumar keppti á tveimur ITF atvinnumótum í Monastir í Túnis í ár og sigraði í meistaraflokki karla í einliða- og tvíliðaleik bæði á Íslandsmóti innanhúss og utanhúss. Rafn Kumar lék með landsliði karla á HM („Davis Cup“) í Svartfjallalandi og sigraði þar samtals fjóra leiki – tvo einliðaleiki og tvo tvíliðaleiki. Rafn Kumar er efstur karla bæði á styrkleikalista og stigalista TSÍ.
Garima Nitinkumar Kalugade
Aldur: 13
Félag: Tennisklúbbur Víkings
Þetta er í fyrsta skipti sem Garima er valin Tenniskona ársins og er hún yngsti tennisspilarinn til að hljóta þessa viðurkenningu. Hún og Emilía Eyva Thygesen sigruðu tvíliðaleiks keppnina á Smáþjóðaleikunum U14 í Luxembourg í sumar – en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland hefur unnið titill á Smáþjóðaleikunum í tennis og náði Garima einnig 4.sæti í einliðaleik. Garima er yngsti tennisspilarinn til að vinna Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki í einliðaleik og sigraði hún bæði Íslandsmót innan- og utanhúss. Garima er efsta konan bæði á styrkleikalista og stigalista TSÍ.