HMR Padel tournaments, March 17 (18:30-20:30) & April 14 (18:30-20:30)

HMR padel tournament calendar kicks off with the first event on Friday, March 17th, from 18:30-20:30 with a second event on Friday, April 14th. from 18:30-20:30. Tournament format is eight (8) players on two courts, mixing partners and opponents during five (5) rounds (each round 18 minutes). Players score points for each round won and if players are tied, then percentage of games won and lost are counted. Trophy and medals for the top three positions and all players receive Wilson wrist bands for their participation. Please note that each event is limited to eight (8) players. For more information, please contact Raj, tel. 820-0825 or send to padel@hmr.is
To register, kindly fill out the entry form here below –

Entry fee - the entry fee for one event is 5.000 kr. and for both events 8.000 kr. (total)

Rafn Kumar tennismaður ársins TSÍ 2022

Tennismaður ársins 2022 er Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Hafna- og Mjúkbolta-félags Reykjavíkur.

Rafn Kumar var spilandi liðsstjóri fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti karla landsliðakeppni (“Davis Cup”) í Baku, Azerbaijan, í júlí og vann þar þrjá leiki. Hann var ósigrandi á mótaröð tennissambandsins í ár – var sigurvegari í einliðaleik á Íslandsmóti TSÍ Innanhúss og Íslandsmóti TSÍ Utanhúss, og náði þrennunni með sigri á Íslandsmóti liðakeppni meistaraflokks með Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur. Hann er auk þess stigameistari TSÍ í karlaflokki á árinu 2022. Rafn Kumar keppti á fjórum atvinnumótum á mótaröð alþjóða tennissambandsins í ár (í Bosniu Herzegovinu og Túnis) og er hann nú staddur í Túnis að keppa í fleiri atvinnumótum.

2022 US Open Tribute mót

Hér er hægt að skrá ykkur fyrir 2022 US Open Tribute tennis mót, Tennishöllin í Kópavogur (Dalsmári 13, 201 Kópavogur), 9. & 10. september 2022

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudaginn, 9. september

Laugardaginn, 10. september

Mótsgjald

  • 1 flokk – 6.000 kr. (fullorðna); 4.000 kr. ungmenna
  • 2 flokkar – 10.000 kr. (fullorðna); 7.000 kr. ungmenna
  • 3 flokkar – 14.000 kr. (fullorðna)

Skrá ykkur hér – US Open Tribute Mot

HMR sigursæl á Íslandsmót Utanhúss

Rafn Kumar Bonifacius, Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur (HMR), og Sofia Sóley Jónasdóttir (TFK)  vörðu Íslands­meist­ara­titla sína í einliðal­eik í tenn­is ut­an­húss þegar leikið var til úr­slita innanhúss í  Kópa­vogi vegna veðurs í dag. 

Í úr­slit­um kvenna vann Sofia Sóley sig­ur á Önnu Soffíu Grön­holm, Tennisfélag Kópavogs,  í tveim­ur settum, 6-1 og 7-6.    Þetta er fjórða skipti – þriðja ár í röð, sem Sofia Sóley vinnur titilinn  

Rafn Kumar mætti Egill Sigurðsson, Víkingi,  í úr­slit­um karla og vann 6-0, 6-0.   Þetta er fimmta skipti og önnur ár i röð sem hann vinnur titillinn.  
Fleiri HMRingar komast á verðlaunapallinn á Íslandsmót Utanhúss – stærsta tennismót ársins, en nokkur tíma áður. Sigurbjartur Sturla Atlason (HMR) vann í Meistaraflokk tvenndarleik ásamt Garima N. Kalugade (Víking) og feðgin Hildur Eva Mills og Anthony J. Mills voru í þriðja sæti.
Í karlar 40+ einliðaleik sigriði Valdimar Kr. Hannesson (HMR) í hörku leik á móti Kolbeinn Tumi Daðason (Víking), 6-3, 3-6, 6-4.
Í 30+ tvenndarleik sigraði Kristín Dana Husted (HMR) / Ólafur Helgi Jónsson (Fjölnir) og Magnús Ragnarsson (HMR) / Heba Hauksdóttir hampaði 2.sætið.
Sigurbjartur vann líka í 30+ karlar tvíliðaleik þegar hann og Ólafur Helgi unnu báða leikjana sína í 3.sett leik oddalota, mjög spennandi!
Kristín Dana náði 2.sæti ásamt Lilja Björk Einarsdóttir (Víking) í 30+ kvenna tvíliðaleik og Sigita Vernere (HMR) og Margrét Óskarsdóttir voru í þriðja sæti.
HMR náði öll sæti í U14 stelpur einliðaleik – Hildur Eva í 1.sæti, Anna Katarína Thoroddsen 2.sæti og Riya N. Kalugade í þriðja.
Sveinn Egill Ólafsson (HMR) náði 3.sæti í bæði U14 strákar einliðaleik og U12 strákar einliðaleik.
HMRingar Einar Ottó Grettisson og Magnús Egill Freysson keppti í úrslitaleik U10 barna flokk einliða og vann Einar Ottó 6-3.
Virkilega vel gert hjá öllum!
Fleiri úrslit mótsins er hægt að finna hér – https://www.tournamentsoftware.com/sport/events.aspx?id=48584040-DDCB-44A6-8355-B2F2152198CD

Stórmót HMR – TSÍ, mótskrá

2022 Stórmót Hafna- og Mjúkboltafélag Rekjavíkur – TSÍ
Tennisvellir Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík
7.-9.júní

Verðlaun eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í Mini Tennis og U10 & efstu þrjú sætin í ITN.

Lokahóf verður haldið fimmtudaginn, 23.júní kl.19

Keppnisfyrirkomulag-
Mini Tennis – keppt á mini völlurinn með svamp boltar
U10 – keppt á “appelsínugulu” stærð völl (endalína er milli uppgjöf og hefðbundinn endalinan)

ITN – keppt uppi 9 lotur án forskot. Undanúrslit & úrslitaleikir ITN flokkurinn keppa bestu af þrem settum með forskot. “B keppni” í ITN flokk fyrir þau sem tapa fyrsta leikinn sinn.

Stundviss reglur
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímanlega fyrir leiki sína. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum
Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.

Hér eru keppnisflokkar –
Keppnisflokkar
Stórmót HMR – TSÍ, ITN einliðaleik
Stórmót HMR – TSÍ, U10 einliðaleik
Stórmót HMR – TSÍ, Mini Tennis einliðaleik

Leikmannaskrá má finna hér – https://www.tournamentsoftware.com/sport/players.aspx?id=48584040-DDCB-44A6-8355-B2F2152198CD

Raj K. Bonifacius
s. 820-0825 / raj@tennis.is

HMR Reykjavíkur meistarar U14 í tennis

HMR U14 keppendur Riya Nitinkumar Kalugade og Sveinn Egill Ólafsson voru Rekjavíkur U14 meistarar í dag í liðakeppni sem for fram á Víkingsvellina í dag. Í úrslitaleik unnu þau 2-1 eftir að HMRingar Anna Katarina Thorodssen og Hildur Eva Mills unnu fyrsta leik í tvíliðaleik 9-8, 8-6 í oddalotan. Í einliðaleik vann Riya á móti Hildur 9-6 og Sveinn á móti Önnu líka 9-6. Til hamingju með flottan leik krakkar!

No description available.
HMR ingar – Anna, HIldur, Sveinn og Riya

Aðalfund HMR 2022

Aðalfund Hafna- og mjúkboltafélagið verður haldið í Íþróttamiðstöðunni í Laugardal, 3.hæð, föstudaginn, 10.júni kl.17.30.

Fundarsetning.
Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
Kosning fastra nefnda ef við á.
Lagabreytingar ef fyrir liggja.
Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara.
Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
Önnur mál.
Fundarslit.

Rafn Kumar & Sigurbjartur Íslandsmeistarar Innanhúss

Íslands­mót­inu í tenn­is inn­an­húss lauk í gær í Tenn­is­höll­inni í Kópa­vogi. 117 kepp­end­ur voru skráðir til leiks og voru þeir á aldr­in­um 6 til 63 ára þar sem keppt var í 23 mis­mun­andi flokk­um.

Íslands­meist­ar­inn ut­an­húss, Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur, vann yf­ir­burðasig­ur á föður sín­um, Raj K. Bonifacius úr Vík­ingi úr Reykja­vík, 6:1 og 6:2.

Rafn Kumar létu ekki þar við sitja enda reynd­ust þau einnig hlut­skörp­ust í tvíliðal­eik. Rafn Kumar vann í tvíliðal­eik meist­ara­flokks karla ásamt Sig­ur­bjarti Sturlu Atla­syni úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur á móti Bjarki Sveinsson og Arnaldur Orri Gunnarsson, 9-1.

Tón­list­armaður­inn og leik­ar­inn Sig­ur­bjart­ur Sturla er bet­ur þekkt­ur und­ir lista­manns­nafni sínu, Sturla Atlas.

No description available.

Íslandsmót Innanhúss 2022 – mótskrá

ÍSLANDSMÓT INNANHÚSS
21. – 24. apríl 2022
Tennishöllin í Kópavogi

Hér eru tenglar  og upplýsingar fyrir Íslandsmót Innanhúss sem er að hefjast n.k. fimmtudaginn, 21.apríl 

Hér fyrir neðan eru allar mótstöflurnar –  smella á flokkinn og þá kemur allt fram fyrir þann flokk.

Flokkar
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – Meistaraflokk karlar einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – Meistaraflokk kvenna einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – Meistaraflokk karlar tvíliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – Meistaraflokk kvenna tvíliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – Meistaraflokk tvenndarleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – 60+ karlar einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – 50+ karlar einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – 40+ karlar einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – 30+ karlar einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – 30+ kvenna einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – 30+ tvenndarleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – 30+ karlar tvíliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – 30+ kvenna tvíliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U18 börn einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U16 stelpur einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U16 strákar einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U14 stelpur einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U14 strákar einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U14 tvíliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U12 stelpur einliðalei
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U12 strákar einliðaleik
Íslandsmót Innanhúss TSÍ – U10 börn einliðaleik


Keppendur getur líka fylgst með öllum leikjum sínum með því að smella hér – https://www.tournamentsoftware.com/sport/players.aspx?id=48584040-DDCB-44A6-8355-B2F2152198CD 
Wilson US Open boltar verður notað.
Míni Tennis flokkurinn verður spilaður á laugardaginn  23. apríl kl. 12:30-14

Keppnis fyrirkomulag –Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.  

  • U10 flokkur – uppi 5 lotur án forskot
  • U12, U14, U16, U18, 30+, 40+, 50+, 60+,  Meistaraflokkur tvíliða/tvenndar/einliða 16 manna/einliða 8 manna  uppi 9 lotur án forskot með 7-stiga oddalota þegar staðan er 8-8 í lotum
  • Meistaraflokkur einliða undanúrslit / úrslit – best af þrem oddalota sett

Stundvísi reglur TSÍ –
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímanlega fyrir leiki sína. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu;  6 mínútum of seint = tapar 2 lotum; 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum; 16 mínútum of seint = tapar leiknum.
Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og ágætt til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina.Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og þátttöku verðlaun fyrir alla í Mini Tennis og U10. Peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í meistaraflokk í einliðaleik kvenna og karla

Lokahóf mótsins verður á sunnudaginn, 24. apríl, kl.17.30

Ef það vakna spurningar, vinsamlega hafa samband við mótstjórar– 

Bjarki Sveinsson – Meistaraflokkar karla
s. 780-0584 / bjarkisveins95@gmail.com
Raj K. Bonifacius – Aðrir flokkar
s. 820-0825 / raj@tsi.is