Íslandsmótinu í tennis innanhúss lauk í gær í Tennishöllinni í Kópavogi. 117 keppendur voru skráðir til leiks og voru þeir á aldrinum 6 til 63 ára þar sem keppt var í 23 mismunandi flokkum.
Íslandsmeistarinn utanhúss, Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur, vann yfirburðasigur á föður sínum, Raj K. Bonifacius úr Víkingi úr Reykjavík, 6:1 og 6:2.
Rafn Kumar létu ekki þar við sitja enda reyndust þau einnig hlutskörpust í tvíliðaleik. Rafn Kumar vann í tvíliðaleik meistaraflokks karla ásamt Sigurbjarti Sturlu Atlasyni úr Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur á móti Bjarki Sveinsson og Arnaldur Orri Gunnarsson, 9-1.
Tónlistarmaðurinn og leikarinn Sigurbjartur Sturla er betur þekktur undir listamannsnafni sínu, Sturla Atlas.
![No description available.](https://scontent.frkv3-1.fna.fbcdn.net/v/t1.15752-9/284877657_705109430756589_8368177187422650363_n.jpg?_nc_cat=105&ccb=1-7&_nc_sid=ae9488&_nc_ohc=s16Qp9zvFioAX8Owujt&_nc_ht=scontent.frkv3-1.fna&oh=03_AVJPcMWO4otfrpbW0YupC14AMuSNGNvTdZ3Y7uByMq5edw&oe=62BF7331)