Rafn Kumar & Sigurbjartur Íslandsmeistarar Innanhúss

Íslands­mót­inu í tenn­is inn­an­húss lauk í gær í Tenn­is­höll­inni í Kópa­vogi. 117 kepp­end­ur voru skráðir til leiks og voru þeir á aldr­in­um 6 til 63 ára þar sem keppt var í 23 mis­mun­andi flokk­um.

Íslands­meist­ar­inn ut­an­húss, Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur, vann yf­ir­burðasig­ur á föður sín­um, Raj K. Bonifacius úr Vík­ingi úr Reykja­vík, 6:1 og 6:2.

Rafn Kumar létu ekki þar við sitja enda reynd­ust þau einnig hlut­skörp­ust í tvíliðal­eik. Rafn Kumar vann í tvíliðal­eik meist­ara­flokks karla ásamt Sig­ur­bjarti Sturlu Atla­syni úr Hafna- og mjúk­bolta­fé­lagi Reykja­vík­ur á móti Bjarki Sveinsson og Arnaldur Orri Gunnarsson, 9-1.

Tón­list­armaður­inn og leik­ar­inn Sig­ur­bjart­ur Sturla er bet­ur þekkt­ur und­ir lista­manns­nafni sínu, Sturla Atlas.

No description available.