Tennisæfingar felld niður til 13.apríl / Tennis practices cancelled until April 13

TILKYNNINGAR
Samkomubann og börn
Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur tilað fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Í bréfi sem Almannavarnir og Landlæknir hafa sent til þeirra sem koma að skólastarfi er bent á eftirfarandi:

Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

• Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utanskóla.

• Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeiningum sem snúa að minni snertingu við vini er ekki útilokað að þau geti hist í leikjum. Leikirnir mega ekki fela í sér beina snertingu,notkun á sameiginlegum leikföngum eða búnaði sem snertur er með berum höndum.

• Börn og ungmenni ættu ávallt að þvo sér vel um hendur bæði áður en þau hitta félaga sína og eftir að þau koma heim.

• Fjölskyldur ættu að hafa í huga að ef börnin umgangast mikið vini eða frændsystkini úr öðrum skólum eða skólahópum þá verður til tenging milli hópa sem annars væruaðskildir. Slíkt ætti að forðast eins og kostur er.

• Fjölskyldur eru hvattar til að nýta sér tæknina til að halda góðum tengslum við ástvini sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 sýkinga, eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

• Einnig væri hægt að nota tækifærið að kenna börnunum að skrifa sendibréf og æfa í leiðinni skrift, stafsetningu, virkja ímyndunaraflið og hugsa í lausnum þegar kemur að samskiptum við ástvini okkar. Varðandi heimili þar sem sumir eru í sóttkví en aðrir ekki:

• Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eigin hreinlæti og halda viðeigandi fjarlægð við foreldra sem eru í sóttkví sem og við skólafélaga geta áfram sinnt námi í skólastofu.Mikilvægt er að gæta að hreinlæti t.d. nota sér salernisaðstöðu.

• Foreldrar stálpaðra barna sem eru í sóttkví og geta haldið viðeigandi fjarlægð frá börnunum meðan á sóttkví stendur geta áfram sinnt vinnu á vinnustað ef fjarvinna er ekki í boði.

• Heimilið verður allt að fara í sóttkví ef börn hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem gilda í sóttkví. Önnur leið til að leysa slíkt væri ef þeir sem ekki eru í sóttkví færu eitthvað annað á meðan á henni stendur.

IN ENGLISH:

Reykjavík, 20 March 2020

Children and the ban on gatherings

Schools, pre-schools, and athletic organisations have carefully organised their schedules for the days and weeks to come in order to comply with the Minister of Health and Social Security’s instructions restricting school activities and gatherings.

It is extremely important that children’s parents and guardians simultaneously reduce the number of people in their children’s contact network outside of school in order to avoid working against these measures. It is helpful to bear the following in mind:

• Schoolmates who are not in the same group in school (the same class) should not interact closely outside of school.

• If the children are mature enough to obey instructions on reduced contact with friends, it is possible to permit them to play together. If they do so, they must not engage in any play that involves touching one another physically, or sharing toys or equipment that they touch with their bare hands.

• Children and young people should always wash their hands thoroughly, both before they meet their friends and after they come home.

• Families should bear in mind that if children interact frequently with friends or relatives from other schools or school groups, there will be contact between groups that would otherwise remain separate. Such contact should be avoided as much as possible.

• Families are encouraged to use technology to maintain good contact with loved ones who are at increased risk of catching COVID-19 — particularly elderly people and those with underlying illnesses.

• This is also a good opportunity to teach children to write letters, which will help them to practise handwriting and spelling, use their imagination, and think in “problem-solving mode” about interactions with loved ones.

Concerning households where some members are in quarantine and others are not:

• Children who have the maturity and capacity to take care of their own hygiene and keep the required distance from quarantined parents and from their schoolmates may continue to attend school. It is very important to observe proper hygiene; for instance, to use bathroom facilities.

• Parents of older children who are in quarantine and can maintain the required distance from children during their quarantine may continue to go to work if remote working is not an option.

• The entire household must quarantine itself if the children do not have the maturity or capacity to follow the instructions that apply to quarantine measures. Another solution in such cases would be for the household members who are not in quarantine to move elsewhere during the quarantine period.

Tennisæfingar frestað til mánudaginn, 23.mars / Tennis practices postponed until Monday, March 23

Reykjavík, 15. mars 2020
Í samskiptum ÍSÍ við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikilla anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því má gera ráð fyrir því að röskun verði á íþróttastarfi næstu daga þangað til íþróttafélög, skólasamfélagið og sveitarfélög hafa komið sér niður á lausnir til að halda úti starfi með þeim takmörkunum sem munu gilda næstu fjórar vikurnar. Í samskiptum við ofangreinda aðila hefur komið fram að til að unnt sé að undirbúa þetta verkefni og útfæra þær takmarkanir sem nú eru í gildi með fullnægjandi hætti væri heppilegt að gera ekki ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir þennan aldurshóp fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars nk. ÍSÍ mælist til að farið verði eftir þessum tilmælum.

– ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

Frábært þátttöku HMR krökkum á 1.Stórmót TSÍ

Góð þátttöku var á 1.Stórmót Tennissambandsins sem endaði í gær í Tennishöllin í Kópavogi. Samtals voru þrettán HMR keppendur í mótinu þar af ellefu krökkum í Mini Tennis, U10, U14 og ITN meistaraflokk. Riya Nitinkumar Kalugade (U10) og Bryndís Roxana Solomon (Mini Tennis) meira að segja vann sínu flokk. Fleiri krakkar voru að bæta sig frá siðasta mót þeirra og nokkrar að keppa i sínu fyrsta tennis mót.

Næstu tennismót verður Íslandsmót Innanhúss 26.-28.mars, líka í Tennishöllin í Kópavogi.

HMR – önnur sæti meistaraflokk á Íslandsmót Liðakeppni TSÍ

Íslandsmót Liðakeppni TSÍ – Tennisdeild Víkings og Tennisfélag Kópavogs (TFK) unnu meistaraflokks titlana í dag. Þær Anna Soffía Grönholm og Selma Dagmar Óskarsdóttir (TFK) vann Eva Diljá Arnþórsdóttir og Rán Christer 3-0. Í tvíliða hefði TFK betur gegn Víking 9-4 og í einliða vann Anna Soffía á móti Rán 6-1, 6-1 á meðan Selma Dagmar sigraði Eva Diljá 6-0, 6-1. Karla lið Tennisdeild Víkings náði betur gegn Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur, líka 3-0, í úrslitaleikurinn. Björgvin Atli Júlíusson og Raj K. Bonifacius unnu Erik Larsson og Rares Hidi 9-1 í tvíliðaleik. Í einliðaleik, vann Björgvin gegn Rares 6-0, 6-0 og Raj á móti Erik 6-2, 6-0. Í þriðju sæti voru Tennisdeild Fjölnis (Ólafur Helgi Jónsson, Egill G. Egilsson, Harry Williams og Óttar Úlrik Ragnarsson).

Meira upplýsingar um keppni er hægt að lesa hér – http://www.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx?id=1A866C8C-D608-4AB9-901B-FB89626A31E7

Íslandsmót Innanhúss 2019 í tennis, 19.-24.mars

Íslandsmót Innanhúss 19.-24.mars 2019 verður haldið í Tennishöllin í Kópavogi og keppt í eftirfarandi flokkum –

Barna- og unglingaflokkar Mini tennis, 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. einliða- og tvíliðaleikur
Meistaraflokkur karla og kvenna. Einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur
Öðlingaflokkar 30, 40, 50 og 60 ára og eldri. Einliða- og tvíliðaleikur

Vinsamlega smella HÉR til að fara inná skráningasiðunni.

HMR aðalfund

Aðalfund Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn, 12.maí næstkomandi í og hefst kl.20.30
Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
  3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
  4. Lagðir fram ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
  5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
  6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
  7. Kosning fastra nefnda ef við á.
  8. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
  9. Kosin stjórn:
    a) kosinn formaður
    b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
    c) kosnir tveir varamenn í stjórn
    d) kosinn skoðunarmaður og annar til

HMR tennishús efst á listinni

Tillaga félagsins að reisa innanhúss tennisaðstaða fekk frábæru viðbrögð frá borgarbúum og var efst í íþrótta málaflokk inná samráðsvef Betri Reykjavík í júlí. Nú vonumst við til að funda með borginni um erindi okkar allra tennis, fánafótbolta, hafnabolta og mjúkbolta íþróttafólk.