Rafn Kumar Bonifacius og Valdimar Kr. Hannesson sigraði sínu keppnisflokkar núna um helgina. Rafn Kumar vann meistaraflokk karlar í einliðaleik á móti Daniel Bjartur Siddall frá KA, í úrslitaleik – 5-7,7-5,6-2 á meðan Valdimar Kr. Hannesson vann á móti Oscar Mauricio Uscategui, líka frá HMR, 7-5, 6-2 í úrslitaleik karlar 40+. Jonathan Wilkins (HMR) náði 3.sæti í 40+ karla einliða
HMRingar að slá í gegn á Íslandsmót Innanhúss
Íslandsmótinu í tennis innanhúss var að ljúka í gær og fór það fram í Tennishöllinni Kópavogi. 108 keppendur á aldrinum 5 – 60 ára tóku þátt í 22 mismunandi keppnisflokkum í einliða, tvíliða og tvenndarleik núna í ár. Fjölmennasti flokkurinn var Mini Tennis fyrir börn tíu ára og yngri með 27 þátttakendur. Frábær þátttaka var í mótinu og flestir keppendur ánægðir að geta keppt eftir sex mánaða bið.
Þremur félagsmönnum stóð sig pryðilega vel í keppninni. Í 40 ára flokkurinn náði HMRingur Oscar Mauricio Uscategui gullið á móti önnur HMRingur Jonathan R. Wilkins í úrslitaleikinn 9-7. Jonathan fekk brons verðlaun í 30 ára tvíliða ásamt Thomas Beckers. Bryndís Roxana Solomon komst í 3.sæti í U12 stelpaflokk.
Öll úrslit frá mótinu má finna hér á netinu – https://www.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx?id=37328FDB-592B-4913-B2BB-4A160DE6D0B9
Næstu keppni fyrir félagsmönnum verður Reykjavíkur Meistaramótið (einstaklings keppni) sem hefst 10.maí. Skráningasiðu er opið til 5.maí – http://tennis.is/reykjavikur-meistaramot-2021/
Tennisæfingar hefjast aftur í dag, fimmtudaginn, 8.apríl
Tennisæfingar að byrja aftur, gerir ykkur tilbúin 🙂
Páskrafrí frá 29.mars – 6.apríl
Kæru tennis nemendur og foreldrar / forráðamönnum
Íþróttahús Hliðaskólans verður lokað frá 29.mars – 6.apríl og þá tökum við Páskafrí okkar. Hlakka til að sjá ykkur á næstu æfing, fimmtudaginn, 8.apríl
HMR Padel tournament
HMR´s first padel tournament went well last night. Eliot R. Robertet won the five round, 8-player mixer event with a 3% margin over second place finisher Jonathan Wilkins while Erik Figueras Torras took the bronze medal.
Here below are the full results and photos from HMR´s first padel tournament – stay tuned for the next HMR Padel tournament.
Aðalfund HMR 2021
Aðalfund Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur verður haldið á netinu mánudaginn, 1.mars kl.20.30, https://teams.microsoft.com/dl/launcher/launcher.html?url=%2F_%23%2Fl%2Fmeetup-join%2F19%3Ameeting_ZDI0ODcwODAtNDQxMy00YzExLWE3NDctMDNhNWIxYTkzYWZl%40thread.v2%2F0%3Fcontext%3D%257b%2522Tid%2522%253a%252277a78e3b-e776-4e05-b721-ccf93a8fc44a%2522%252c%2522Oid%2522%253a%2522d507318e-f9a8-4468-b71a-3add221c1465%2522%257d%26anon%3Dtrue&type=meetup-join&deeplinkId=0d516c41-11ec-423a-a582-77d4f2284cdb&directDl=true&msLaunch=true&enableMobilePage=true&suppressPrompt=true
Dagsskrá aðalfundar:
Fundarsetning.
Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
Kosning fastra nefnda ef við á.
Lagabreytingar ef fyrir liggja.
Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn skoðunarmaður og annar til vara.
Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
Önnur mál.
Fundarslit.
Tennisæfingar hefjast aftur í dag
Gleðilegt ár kæru tennis nemendur og forráðamönnum. Tennis æfingar eru að hefjast aftur í dag, hlakka til að sjá ykkur!
Jólafrí og annað
Kæra tennis nemendur og forráðamönnum. Íþróttahús Hliðaskólans er nú lokið og þar með æfingar búin fyrir jól- og áramótið. Núverandi æfinga tímabilið hefur verið framlengd til febrúar 2021 og mun æfingar hefjast aftur mánudaginn, 4.janúar.
Kæra þakkir fyrir góð þátttöku og sjáumst eftir áramótið.
Gleðilega hatið!!
Tennisæfingar frestað til 19.október
Gott tennis fólk. Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um að fresta keppnisferðum út á land.
Í fréttatilkynningu sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra er komið inn á fleiri atriði sem tilmæli eru um hér á höfuðborgarsvæðinu.
Tilmælin eru eftirfarandi (fylgja einnig hér með sem viðhengi):
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjöldi smita einkum á höfuðborgarsvæðinu, vegna Covid-19 síðustu daga og aukið hafa líkur á veldisvexti í faraldrinum.
Búast má við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga. Tilmælin eru;
- Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er.
- Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.
- Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er.
- Takmörkun fjölda í búðum –einn fari að versla frá heimili ef kostur er.
- Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim
- Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni.
- Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk
- Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
- Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.
- Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.
- Allir á höfuðborgarsvæðinu og víðar þurfa að koma með okkur í þetta átak og gæta sérstaklega vel að sér næstu vikur.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ beinir því einnig til íþróttahreyfingarinnar í heild að taka tillit til þeirra aðstæðna sem skapast hafa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra aðgerða sem sérsambönd ÍSÍ hafa þurft að grípa til í kjölfarið.
Jafnframt er bent á að tilmæli um ferðalög til eða frá höfuðborgarsvæðinu ná einnig til iðkenda og annarra þátttakenda í íþróttastarfinu.
HMR Stórmót TSÍ – mótskrá
HMR Stórmót TSÍ 2020
2.-5.júní
Tennisklúbbur Víkings
Traðarland 1, 108 Reykjavík
Kæra þátttakendur HMR Stórmót TSÍ 2020. Takk fyrir skráningu, hér er upplýsingar um mótið.
Leikmannaskrá – hér er hægt að fletta upp eftirnafnið ykkar og finna leiktíma ásamt árangur þín á mótaröð Tennissambandsins fyrir árið 2020 – https://www.tournamentsoftware.com/sport/players.aspx?id=909534CA-E592-4955-ADD7-E7CE60C192E1
Mótstaflir – hér er hægt að sjá mótstafla hjá viðkomandi flokk (ITN, U14 eða U12) – https://www.tournamentsoftware.com/sport/events.aspx?id=909534CA-E592-4955-ADD7-E7CE60C192E1
Vinsamlega kynnið ykkur tennis-, hegðun-, og síðarreglar TSÍ á eftirfarandi vefsíðar-
www.tennissamband.is/log-og-reglugerdir/tennisreglur/
www.tennissamband.is/log-og-reglugerdir/sidareglur/
www.tennissamband.is/log-og-reglugerdir/hegdunarreglur-tsi/
Stundviss reglur eru hér fyrir neðan:
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímanlega fyrir leiki sína.
Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu og uppkast
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum og uppkast
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum og uppkast
16 mínútum of seint = tapar leiknum
Ef það vakna spurningar, vinsamlega hafa samband við Raj í síma 820-0825, raj@tennis.is