Tennismaður ársins 2022 er Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Hafna- og Mjúkbolta-félags Reykjavíkur.
Rafn Kumar var spilandi liðsstjóri fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti karla landsliðakeppni (“Davis Cup”) í Baku, Azerbaijan, í júlí og vann þar þrjá leiki. Hann var ósigrandi á mótaröð tennissambandsins í ár – var sigurvegari í einliðaleik á Íslandsmóti TSÍ Innanhúss og Íslandsmóti TSÍ Utanhúss, og náði þrennunni með sigri á Íslandsmóti liðakeppni meistaraflokks með Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur. Hann er auk þess stigameistari TSÍ í karlaflokki á árinu 2022. Rafn Kumar keppti á fjórum atvinnumótum á mótaröð alþjóða tennissambandsins í ár (í Bosniu Herzegovinu og Túnis) og er hann nú staddur í Túnis að keppa í fleiri atvinnumótum.